Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 14:12 Þrjótarnir komust yfir auðkenni starfsmanna Twitter og notuðu innra kerfi miðilsins til þess að ná valdi á reikningum þekktra notenda. Sérfræðingar óttast að bitcoin-svindl sem þeir sendu út gæti hafa verið yfirskin til þess að dreifa athyglinni frá gagnastuldi. AP/Rick Bowmer Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53