Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Íþróttadeild skrifar 16. júlí 2020 12:49 Svo virðist sem Ólafur Kristjánsson sé á förum frá FH. Hann tók við liðinu haustið 2017. vísir/hag Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun? Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun?
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira
Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12