Andrea Rán: Veinaði á gólfinu eftir að hún sá fréttina um að hún væri smituð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 09:30 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í leik með Breiðabliksliðinu síðasta sumar. Vísir/Bára Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira