Störfin heim! Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 15. júlí 2020 14:31 Það er ákvörðun að halda byggð í landinu. Til þess að svo megi vera þarf að huga að samgöngum, menntun, menningu og síðast en ekki síst að fjölbreytt tækifæri á atvinnumarkaði séu til staðar. Undanfarna daga hefur umræða um opinber störf á landsbyggðinni verið á áhugaverðum stað. Fjaðrafok hefur verið vegna ákvörðunar Félagsmálaráðherra að færa störf úr Reykjavík norður á Sauðárkrók en á sama tíma finnst mörgum það sjálfgefið að þau störf sem fylgt hafa fangelsinu á Akureyri verði flutt suður. Þarna skekkist myndin. Við búum öll í einu og sama landinu og það á að vera metnaðarmál hjá okkur að dreifa störfum frá hinu opinbera vítt og breytt um landið. Það ætti reyndar að mínu mati að ganga enn lengra og miða við það að opinber störf væru almennt frekar úti á landi en í höfuðborginni þar sem fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri eru á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi. Það er eðli höfuðborga að þangað safnist mikið af fyrirtækjum sem starfa á frjálsum markaði með fjölbreytta flóru vöru og þjónustu. Þess vegna væri það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að opinber störf væru almennt frekar úti á landi til þess að styrkja byggðirnar og auka fjölbreytileika starfa sem þar eru. Langskólagengið fólk á oft í vandræðum með að finna störf við sitt hæfi úti í minni byggðakjörnum þar sem ekki svo margir möguleikar eru í boði. En það er eðli opinberra stofnana að oft þurfa þær á vel menntuðu fólki að halda til þess að sinna starfsemi sinni. Öll vötn falla til Reykjavíkur Á undanförnum áratugum höfum við sem búum á landsbyggðinni séð á eftir mörgum störfum suður á bóginn. Tilhneigingin hefur verið sú að þegar kemur að hagræðingu hjá opinberum fyrirtækjum og hinu opinbera þá er niðurskurðarhnífurinn dreginn fyrst upp úti á landi. Stofnanir sem hafa verið með starfsemi hingað og þangað eru sameinaðar á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og eftir sitjum við sem búum úti á landi með sárt enni og horfum á eftir störfunum í burtu og einnig oft á tíðum töluverða þjónustuskerðingu. Við þekkjum öll dæmi þess að flutningur stofnana út á land hafi haft jákvæð áhrif á þjónustu og byggðirnar. Þar má meðal annars nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga, Matvælastofnun á Selfossi og Jafnréttisstofu á Akureyri. Í nútíma samfélagi sem byggir á tækni og þekkingu á það að vera metnaðarmál að tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafnan aðgang að opinberum störfum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jú öll að landið sé í byggð. Gamaldags hugsun Síðast liðið mánudagskvöld var viðtal við Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra þar sem verið var að gagnrýna ákvörðun hans um að flytja störf út á land og minntist hann á að það væri gamaldags hugsun að öll opinber störf þyrftu að vera á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í póstnúmeri 101. Þessari nálgun gæti undirrituð ekki verið meira sammála. Það er gamaldags að hugsa sem svo að hið opinbera geti ekki rekið stofnanir og þjónustu úti á landi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Úti á landi býr mikill mannauður sem getur vel sinnt þeim verkefnum sem þeim er falið af hinu opinbera. Aukinn fjölbreytileiki starfa eflir landsbyggðina og byggir upp sterkari samfélög. Við sem úti á landi búum viljum gjarnan taka þátt í starfsemi hins opinbera og gerum það með miklum sóma. Við erum ekki að biðja um sér meðferð í íslensku samfélagi þó við búum úti á landi. Við erum bara að biðja um að jafnræðis sé gætt. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákvörðun að halda byggð í landinu. Til þess að svo megi vera þarf að huga að samgöngum, menntun, menningu og síðast en ekki síst að fjölbreytt tækifæri á atvinnumarkaði séu til staðar. Undanfarna daga hefur umræða um opinber störf á landsbyggðinni verið á áhugaverðum stað. Fjaðrafok hefur verið vegna ákvörðunar Félagsmálaráðherra að færa störf úr Reykjavík norður á Sauðárkrók en á sama tíma finnst mörgum það sjálfgefið að þau störf sem fylgt hafa fangelsinu á Akureyri verði flutt suður. Þarna skekkist myndin. Við búum öll í einu og sama landinu og það á að vera metnaðarmál hjá okkur að dreifa störfum frá hinu opinbera vítt og breytt um landið. Það ætti reyndar að mínu mati að ganga enn lengra og miða við það að opinber störf væru almennt frekar úti á landi en í höfuðborginni þar sem fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri eru á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi. Það er eðli höfuðborga að þangað safnist mikið af fyrirtækjum sem starfa á frjálsum markaði með fjölbreytta flóru vöru og þjónustu. Þess vegna væri það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að opinber störf væru almennt frekar úti á landi til þess að styrkja byggðirnar og auka fjölbreytileika starfa sem þar eru. Langskólagengið fólk á oft í vandræðum með að finna störf við sitt hæfi úti í minni byggðakjörnum þar sem ekki svo margir möguleikar eru í boði. En það er eðli opinberra stofnana að oft þurfa þær á vel menntuðu fólki að halda til þess að sinna starfsemi sinni. Öll vötn falla til Reykjavíkur Á undanförnum áratugum höfum við sem búum á landsbyggðinni séð á eftir mörgum störfum suður á bóginn. Tilhneigingin hefur verið sú að þegar kemur að hagræðingu hjá opinberum fyrirtækjum og hinu opinbera þá er niðurskurðarhnífurinn dreginn fyrst upp úti á landi. Stofnanir sem hafa verið með starfsemi hingað og þangað eru sameinaðar á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og eftir sitjum við sem búum úti á landi með sárt enni og horfum á eftir störfunum í burtu og einnig oft á tíðum töluverða þjónustuskerðingu. Við þekkjum öll dæmi þess að flutningur stofnana út á land hafi haft jákvæð áhrif á þjónustu og byggðirnar. Þar má meðal annars nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga, Matvælastofnun á Selfossi og Jafnréttisstofu á Akureyri. Í nútíma samfélagi sem byggir á tækni og þekkingu á það að vera metnaðarmál að tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafnan aðgang að opinberum störfum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jú öll að landið sé í byggð. Gamaldags hugsun Síðast liðið mánudagskvöld var viðtal við Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra þar sem verið var að gagnrýna ákvörðun hans um að flytja störf út á land og minntist hann á að það væri gamaldags hugsun að öll opinber störf þyrftu að vera á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í póstnúmeri 101. Þessari nálgun gæti undirrituð ekki verið meira sammála. Það er gamaldags að hugsa sem svo að hið opinbera geti ekki rekið stofnanir og þjónustu úti á landi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Úti á landi býr mikill mannauður sem getur vel sinnt þeim verkefnum sem þeim er falið af hinu opinbera. Aukinn fjölbreytileiki starfa eflir landsbyggðina og byggir upp sterkari samfélög. Við sem úti á landi búum viljum gjarnan taka þátt í starfsemi hins opinbera og gerum það með miklum sóma. Við erum ekki að biðja um sér meðferð í íslensku samfélagi þó við búum úti á landi. Við erum bara að biðja um að jafnræðis sé gætt. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun