Úr „sökudólgi“ í hetju á tilfinningaþrungnu tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 11:00 Kjartan Henry Finnbogason liggur hér fremstur í sigurfögnuði Vejle í gær. VÍSIR/GETTY Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Erfiðasta ákvörðun ævinnar að fara til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Erfiðasta ákvörðun ævinnar að fara til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53