Úr „sökudólgi“ í hetju á tilfinningaþrungnu tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 11:00 Kjartan Henry Finnbogason liggur hér fremstur í sigurfögnuði Vejle í gær. VÍSIR/GETTY Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53