Mánudagsþreytan í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. júlí 2020 10:00 Ertu oft þreytt/ur í vinnunni á mánudögum? Vísir/Getty Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið. Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið.
Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira