„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Telma Tómasson skrifar 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri ÖSE. Vísir/getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi. Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi.
Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira