Torkennileg rasísk skilaboð límd á bílinn á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2020 13:31 Magnús, sem er 19 ára gamall nemi við Menntaskólann við Sund, segir þetta vissulega óþægilegt en kannski fyrst og síðast yfirmáta hallærislegt. „Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu. Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
„Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu.
Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira