Borgarstjóri Seúl hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 08:16 Borgarstjórinn fannst látinn í síðustu viku. Vísir/Getty Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35