Innlent

Segir af­stöðu ríkis­lög­reglu­stjóra lið í valda­bar­áttu innan lög­reglunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra í mars á þessu ári.
Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra í mars á þessu ári. Vísir/Egill

Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. Málið sé hluti af valdabaráttu innan lögreglunnar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en þar er rætt við yfirlögregluþjóninn Óskar Bjartmarz. Hann er jafnframt formaður Félags yfirlögregluþjóna. Segir hann Sigríði hafa unnið leynt og ljóst að því að rifta samkomulagi sem Haraldur Johannessen, sem hún tók við embættinu af, gerði við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna.

Samkomulagið hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra.

Óskar segir Sigríði hafa boðað miklar breytingar hjá embættinu. Hún kalli umræddar breytingar ekki hreinsanir, en hafi tilkynnt að stöður innan embættisins verði auglýstar og nýtt fólk eigi að koma inn.


Tengdar fréttir

Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkis­lög­reglu­stjóra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra.

Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt

Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×