Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 14:10 Háskólinn á Akureyri mun veita öllum umsækjendum með stúdentspróf skólavist. Háskólinn á Akureyri Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30