Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 13:00 „Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman. Þingvellir Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman.
Þingvellir Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira