Fótbolti

Búið að draga í Evrópudeildinni | Man Utd mætir Başakşehir eða Kaupmannahöfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Man Utd er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Man Utd er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Franz Kirchmayr/Getty Images

Dregið var í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. Enska liðið Manchester United mætir İstanbul Başakşehir eða FC Kaupmannahöfn.

Líkt og Meistaradeild Evrópu verður breytt snið á fyrirkomulagi keppninnar. Munu allir leikirnir fara fram á sama stað og aðeins verður leikinn einn leikur í stað tveggja. 

Enn á eftir að klára nokkra leiki í 16-liða úrslitum.

Sigurvegarinn úr rimmu grísku meistaranna Olympiacos - sem Ögmundur Kristinsson gengur til liðs við í sumar - og Wolverhampton Wanderers mæta annað hvort Sevilla eða Roma. Síðastnefndu liðin náðu aldrei að leika fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum og því leika þau einn leik um hvort félagið kemst áfram. 

Inter Milan eða Getafe mæta að öllum líkindum Bayer Leverkusen en þýska félagið vann Rangers 3-1 á útivelli í fyrri leik liðanna.  Þá mætir Basel - sem vann 3-0 sigur Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna - annað hvort Shakhtar Donetsk eða Wolfsburg. 

Shakhtar leiða 2-1 eftir fyrri leik liðanna.

Í undanúrslitum mætir eitt af þessum fjórum liðum: Olympiacos, Wolves, Sevilla eða Roma einu af Manchester United, İstanbul Başakşehir eða FC Kaupmannahöfn.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Inter, Getafe, Rangers eða Leverkusen einu af eftirtöldum liðum: Wolfsburg, Shakhter, Basel eða Frankfurt.

Allir leikirnir sem eftir eru í Evrópudeildinni fara fram í Þýskalandi. Úrslitaleikurinn fer fram í Köln þann 21. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×