Erlent

Ferðalangar frá Íslandi ekki skikkaðir í sóttkví í Englandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Heathrow-flugvelli í London.
Frá Heathrow-flugvelli í London. WILL OLIVER/EPA

Alls eru 59 ríki og svæði sem ferðast má frá til Englands, Wales og Norður-Írlands, án þess að þurfa að sæta sóttkví, frá og með deginum í dag. Ísland er á meðal þessara svæða, og þurfa ferðalangar héðan nú ekki að sæta sóttkví við komuna, að því gefnu að aðeins hafi verið dvalið innan samþykktra svæða í minnst 14 daga fram að ferðalagi.

Áður hafði verið greint frá þessu þegar listi yfir samþykkt svæði var birtur. Nú hefur þó eitt ríki verið fjarlægt af lista yfir ríki hvaðan ferðalangar þurfa ekki að fara í sóttkví, en það er Serbía. Tilfellum kórónuveiru í ríkinu hefur fjölgað ört síðustu daga, en um það bil 300 manns greinast nú daglega með veiruna.

Hér má nálgast lista yfir þau lönd og svæði sem ferðast má frá til Englands, Wales og Norður-Írlands, án þess að þurfa að sæta sóttkví við komuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×