Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 23:40 Ef kosið yrði í dag gæti svo farið að Joe Biden (t.v.) hefði afgerandi sigur gegn Trump forseta. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05