Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 23:40 Ef kosið yrði í dag gæti svo farið að Joe Biden (t.v.) hefði afgerandi sigur gegn Trump forseta. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05