Frekur eða frjáls maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2020 09:00 Kári Stefánsson hefur reynst ríkisstjórninni haukur í horni en á sama tíma óþægur ljár í þúfu. Ástæðan er sú að hann er frjáls, fjárhagslega sjálfstæður og engum íslenskum öflum háður. Það er því miður nokkuð fáheyrt fyrir flest fólk í hans stöðu á Íslandi. Það er ýmist bundið flokksböndum og telur sig því eiga hagsmuni sína að einhverju leyti undir geðþótta íslenskra stjórnmálamanna, eða það sem verra er, þá kýs það meðvitað að skipta sér ekki af opinberri umræðu af ótta við að blandast inní leikhús fáránleikans. Í gegnum tíðina hefur ekki mörgum íslenskum frumkvöðlum tekist að byggja upp stöndugan rekstur á okkar ágæta landi án þess að hafa góð tengsl við elstu stjórnmálaflokka landsins. Íslensk erfðagreining á vissulega ákveðna sögu hér á landi. Öll umræðan á sínum tíma um ríkisábyrgð vegna Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), ríkisábyrgðar sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist ötullega fyrir, er þó fyrst og síðast saga um stjórnmálamenningu þess tíma. Menningar sem virðist lifa býsna góðu lífi hjá stjórnarflokkunum. Aldrei kom hins vegar til þess að ríkisábyrgðin tæki gildi og virðist það mál í sögulegu samhengi frekar hafa verið bjarnargreiði við fyrirtækið en eitthvað annað. Í dag er ÍE í eigu bandarísks stórfyrirtækis þó öll starfsemin fari fram á Íslandi. Það eitt og sér er dýrmætt og lýsir einstökum árangri Kára og hans starfsfólks á sínu sviði. Fyrirtæki á borð við ÍE stuðla þannig að nauðsynlegu heilbrigði og fjölbreytni innan íslensks atvinnulífs. Úrræðalausir ráðherrar Ríkisstjórnin virðist hafa lítinn skilning á þessari stöðu og íhaldsflokkarnir sem hana skipa virðast ekki vita hvernig þeir eigi að haga samskiptum við einkafyrirtæki sem á lítið undir kjördæmapoti og sérhagsmunagæslu. Fulltrúa ríkisstjórnar hefur þó ekki vantað á blaðamannafundi og í viðtöl við erlenda fjölmiðla þegar kom að því að eigna sér jákvæða hlutdeild í baráttunni gegn Covid-19, meðal annars fyrir tilstuðlan ÍE. Orðræðan var öll á þann veg að betra væri að gera meira og gera það hratt en að gera minna og of seint. En nú þegar ÍE hefur bókstaflega gefist upp á að hafa vit fyrir úrræðalausum ráðherrum heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim sem höfðu sig mest frammi þegar sviðsljósið var þeim í hag og nægt rými var fyrir orðin sem nú hafa reynst tóm. Forsætisráðherra hefur af veikum mætti reynt að útskýra afhverju engin formlegur samningur var í gildi við ÍE um skimun á landamærum og afhverju stjórnvöld höfðu ekkert plan B. Eftir þær tilraunir standa flest okkar eftir með fleiri spurningar en svör. Allt þetta gamla góða Síðustu þrjú árin hefur ríkisstjórnin gefið sér allan þann tíma sem hún hefur þurft til að ríghalda í óbreytt ástand á Íslandi. Pólitískar ráðningar, brot á jafnréttislögum, sérhagsmunagæsla í sjávarútvegi, áframhaldandi hvalveiðar og svo mætti lengi telja. Allt þetta gamla góða. Þetta gekk svona ljómandi vel hjá þeim þar til að farsóttin herjaði á okkur. Blessunarlega bar þó stjórnvöldum gæfa til að fela sérfræðingum að bregðast við mesta vandanum og eiga þau hrós skilið fyrir það. Mikilvægi þeirrar ákvörðunar hefur ekki síst sýnt sig síðustu daga eftir að samskipti ráðherra í ríkisstjórn, eða öllu heldur skortur á þeim við Kára Stefánsson urðu opinber og skilningsleysi þeirra gagnvart framlagi ÍE varð öllum ljóst. Í baráttunni við Covid-19 er ekki hægt að beita sömu aðferðum og við vörslu sérhagsmuna. Það er ekki hægt að svæfa óþægilega umræðu, sitja á skýrslum og tefja nauðsynlegar ákvarðanir með skipun nefnda og stjórnsýslulegum skylmingum þar sem fimm dagar verða að fimm mánuðum. Þegar breyturnar eru margar og hraðinn mikill er nefnilega nauðsynlegt að gera meira og gera það hratt en ekki bara tala um það. Kári hefur einfaldlega farið fram á fagleg vinnubrögð af hálfu stjórnvalda, í erfiðum aðstæðum sem reyna á alla sem að málinu koma. Í aðstæðum þar sem hlutverk og ábyrgð ríkisvaldsins verður að vera skýrt. Það er heldur ekki sjálfsagt og það er ekki eðlilegt að einkafyrirtæki stígi inn í atburðarás sem þessa og leggi til starfskrafta og þekkingu án þess að fá skýr svör til baka um til hvers sé ætlast, hversu lengi og hvað eigi að taka við. Ábyrgir stjórnendur fyrirtækja geta ekki flotið stefnulaust áfram út í hið óendanlega, líkt og þessi ríkisstjórn hefur því miður gert í alltof mörgum málum. Allt í nafni þess að viðhalda stöðugleika í stjórnlausum heimi. Stöðugleikinn er nefnilega merkingarlaus þegar hann er lítið annað en yfirvarp yfir hálfkák, ákvarðanafælni, og stefnuleysi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson hefur reynst ríkisstjórninni haukur í horni en á sama tíma óþægur ljár í þúfu. Ástæðan er sú að hann er frjáls, fjárhagslega sjálfstæður og engum íslenskum öflum háður. Það er því miður nokkuð fáheyrt fyrir flest fólk í hans stöðu á Íslandi. Það er ýmist bundið flokksböndum og telur sig því eiga hagsmuni sína að einhverju leyti undir geðþótta íslenskra stjórnmálamanna, eða það sem verra er, þá kýs það meðvitað að skipta sér ekki af opinberri umræðu af ótta við að blandast inní leikhús fáránleikans. Í gegnum tíðina hefur ekki mörgum íslenskum frumkvöðlum tekist að byggja upp stöndugan rekstur á okkar ágæta landi án þess að hafa góð tengsl við elstu stjórnmálaflokka landsins. Íslensk erfðagreining á vissulega ákveðna sögu hér á landi. Öll umræðan á sínum tíma um ríkisábyrgð vegna Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), ríkisábyrgðar sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist ötullega fyrir, er þó fyrst og síðast saga um stjórnmálamenningu þess tíma. Menningar sem virðist lifa býsna góðu lífi hjá stjórnarflokkunum. Aldrei kom hins vegar til þess að ríkisábyrgðin tæki gildi og virðist það mál í sögulegu samhengi frekar hafa verið bjarnargreiði við fyrirtækið en eitthvað annað. Í dag er ÍE í eigu bandarísks stórfyrirtækis þó öll starfsemin fari fram á Íslandi. Það eitt og sér er dýrmætt og lýsir einstökum árangri Kára og hans starfsfólks á sínu sviði. Fyrirtæki á borð við ÍE stuðla þannig að nauðsynlegu heilbrigði og fjölbreytni innan íslensks atvinnulífs. Úrræðalausir ráðherrar Ríkisstjórnin virðist hafa lítinn skilning á þessari stöðu og íhaldsflokkarnir sem hana skipa virðast ekki vita hvernig þeir eigi að haga samskiptum við einkafyrirtæki sem á lítið undir kjördæmapoti og sérhagsmunagæslu. Fulltrúa ríkisstjórnar hefur þó ekki vantað á blaðamannafundi og í viðtöl við erlenda fjölmiðla þegar kom að því að eigna sér jákvæða hlutdeild í baráttunni gegn Covid-19, meðal annars fyrir tilstuðlan ÍE. Orðræðan var öll á þann veg að betra væri að gera meira og gera það hratt en að gera minna og of seint. En nú þegar ÍE hefur bókstaflega gefist upp á að hafa vit fyrir úrræðalausum ráðherrum heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim sem höfðu sig mest frammi þegar sviðsljósið var þeim í hag og nægt rými var fyrir orðin sem nú hafa reynst tóm. Forsætisráðherra hefur af veikum mætti reynt að útskýra afhverju engin formlegur samningur var í gildi við ÍE um skimun á landamærum og afhverju stjórnvöld höfðu ekkert plan B. Eftir þær tilraunir standa flest okkar eftir með fleiri spurningar en svör. Allt þetta gamla góða Síðustu þrjú árin hefur ríkisstjórnin gefið sér allan þann tíma sem hún hefur þurft til að ríghalda í óbreytt ástand á Íslandi. Pólitískar ráðningar, brot á jafnréttislögum, sérhagsmunagæsla í sjávarútvegi, áframhaldandi hvalveiðar og svo mætti lengi telja. Allt þetta gamla góða. Þetta gekk svona ljómandi vel hjá þeim þar til að farsóttin herjaði á okkur. Blessunarlega bar þó stjórnvöldum gæfa til að fela sérfræðingum að bregðast við mesta vandanum og eiga þau hrós skilið fyrir það. Mikilvægi þeirrar ákvörðunar hefur ekki síst sýnt sig síðustu daga eftir að samskipti ráðherra í ríkisstjórn, eða öllu heldur skortur á þeim við Kára Stefánsson urðu opinber og skilningsleysi þeirra gagnvart framlagi ÍE varð öllum ljóst. Í baráttunni við Covid-19 er ekki hægt að beita sömu aðferðum og við vörslu sérhagsmuna. Það er ekki hægt að svæfa óþægilega umræðu, sitja á skýrslum og tefja nauðsynlegar ákvarðanir með skipun nefnda og stjórnsýslulegum skylmingum þar sem fimm dagar verða að fimm mánuðum. Þegar breyturnar eru margar og hraðinn mikill er nefnilega nauðsynlegt að gera meira og gera það hratt en ekki bara tala um það. Kári hefur einfaldlega farið fram á fagleg vinnubrögð af hálfu stjórnvalda, í erfiðum aðstæðum sem reyna á alla sem að málinu koma. Í aðstæðum þar sem hlutverk og ábyrgð ríkisvaldsins verður að vera skýrt. Það er heldur ekki sjálfsagt og það er ekki eðlilegt að einkafyrirtæki stígi inn í atburðarás sem þessa og leggi til starfskrafta og þekkingu án þess að fá skýr svör til baka um til hvers sé ætlast, hversu lengi og hvað eigi að taka við. Ábyrgir stjórnendur fyrirtækja geta ekki flotið stefnulaust áfram út í hið óendanlega, líkt og þessi ríkisstjórn hefur því miður gert í alltof mörgum málum. Allt í nafni þess að viðhalda stöðugleika í stjórnlausum heimi. Stöðugleikinn er nefnilega merkingarlaus þegar hann er lítið annað en yfirvarp yfir hálfkák, ákvarðanafælni, og stefnuleysi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun