Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 20:38 Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45
„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24