Sport

Tengda­sonur Mos­fells­bæjar skrifar undir nýjan samning og verður sá launa­hæsti í sögunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mahomes fagnar sigrinum í SuperBowl í febrúar.
Mahomes fagnar sigrinum í SuperBowl í febrúar.

Patrick Mahomes hefur komið inn í NFL af miklum krafti og nú hefur þessi tengdasonur Mosfellsbæjar nú fengið samning sem enginn annar í bandarískum liða íþróttum hefur fengið áður.

Eins og Vísir hefur fjallað um þá kom Patrick Mahomes til Íslands sumarið 2017 þar sem kærasta hans spilaði með liði Aftureldingar í 2. deild kvenna í fótbolta. Hann hefur frá þeim tíma að sjálfsögðu fengið viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar.

Hann hefur nú skrifað undir samning við SuperBowl meistarana í Kansas City Chiefs og gildir hann til tíu ára. Þetta staðfestir félagið á Twitter-síðu sinni.

Samkvæmt heimildum NFL Network og ESPN hljóðar samningurinn upp á rúmlega 500 milljónir dollara en það gerir hann að launahæsta leikmanni NFL-sögunnar sem og innan bandaríska liðaíþrótta.

Þetta er í fyrsta sinn sem NFL leikmaður verður sá launahæsti í sögunin en hann átti tvö ár eftir af sínum núverandi samningi svo hann verður í Chiefs næstu tólf tímabilin ef hann virðir samning sinn.

Þessi 24 ára stjarna hefur einungis verið í NFL í þrjú tímabil en hefur á stuttum tíma náð einhverju sem flestir sem spila hans stöðu ná ekki á öllum sínum ferli.

Hann var maður leiksins í SuperBowl á síðustu leiktíð er Chiefs stóð uppi sem SuperBowl-meistari og hann getur huggað sig við það að vera aðalmaðurinn og fá ansi vel borgað hjá Chiefs næstu mörg árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×