Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 19:09 Björn Bjarnason vann skýrsluna ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur. Vísir/Baldur Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira