Axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 13:31 ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. Getty ASÍ hefur skorað á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ þar sem brugðist er við skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem kynnt var á föstudaginn og tekur á aðstoðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar segir að algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði fyrir séu vegna vangreiddra launa og brota á reglum um hvíldartíma og frídaga. ASÍ segir að niðurstöður skýrslunnar séu í fullu samræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stéttarfélaga og Vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Eins og fram kemur í skýrslunni fjölgaði erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafnvel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálfboðaliðastörf séu notuð sem yfirvarp. Nokkuð algengt er að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði. Leiguupphæð er gjarnan yfir markaðsverði á viðkomandi svæði en hvorki stéttarfélög né aðrir eftirlitsaðilar hafa heimildir til að fylgja því eftir að húsnæði sé viðunandi. Ráðningarsambandið er oft ótryggt og mikill misbrestur á gerð ráðningarsamninga og útgáfu launaseðla. Þá eru fjölmörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa samband við stéttarfélög af ótta við brottrekstur eða vegna slæmrar reynslu af stéttarfélögum í heimalandi. ASÍ skorar á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila,“ segir í tilkynningunni. María Lóa Friðjónsdóttir.ASÍ Loforð Lífskjarasamninganna ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. „Þá þarf að tryggja heimildir Vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna og opinberra eftirlitsaðila, þ. á m. slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits, til að hafa eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Maríu Lóu Friðjónsdóttur, verkefnastjóra Vinnustaðaeftirlits ASÍ, að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint sé frá aðbúnaði og kjörum erlends starfsfólks. „Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála er mikilvægt innlegg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stéttarfélaganna hafa bent til, það er að réttur erlends launafólks í ferðaþjónustu er víða fyrir borð borinn. Þetta er fullkomlega í samræmi við þann veruleika sem við í Vinnustaðaeftirliti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn,“ segir María Lóa. Vinnumarkaður Kjaramál Innflytjendamál Tengdar fréttir Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
ASÍ hefur skorað á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ þar sem brugðist er við skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem kynnt var á föstudaginn og tekur á aðstoðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar segir að algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði fyrir séu vegna vangreiddra launa og brota á reglum um hvíldartíma og frídaga. ASÍ segir að niðurstöður skýrslunnar séu í fullu samræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stéttarfélaga og Vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Eins og fram kemur í skýrslunni fjölgaði erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafnvel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálfboðaliðastörf séu notuð sem yfirvarp. Nokkuð algengt er að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði. Leiguupphæð er gjarnan yfir markaðsverði á viðkomandi svæði en hvorki stéttarfélög né aðrir eftirlitsaðilar hafa heimildir til að fylgja því eftir að húsnæði sé viðunandi. Ráðningarsambandið er oft ótryggt og mikill misbrestur á gerð ráðningarsamninga og útgáfu launaseðla. Þá eru fjölmörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa samband við stéttarfélög af ótta við brottrekstur eða vegna slæmrar reynslu af stéttarfélögum í heimalandi. ASÍ skorar á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila,“ segir í tilkynningunni. María Lóa Friðjónsdóttir.ASÍ Loforð Lífskjarasamninganna ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. „Þá þarf að tryggja heimildir Vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna og opinberra eftirlitsaðila, þ. á m. slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits, til að hafa eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Maríu Lóu Friðjónsdóttur, verkefnastjóra Vinnustaðaeftirlits ASÍ, að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint sé frá aðbúnaði og kjörum erlends starfsfólks. „Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála er mikilvægt innlegg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stéttarfélaganna hafa bent til, það er að réttur erlends launafólks í ferðaþjónustu er víða fyrir borð borinn. Þetta er fullkomlega í samræmi við þann veruleika sem við í Vinnustaðaeftirliti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn,“ segir María Lóa.
Vinnumarkaður Kjaramál Innflytjendamál Tengdar fréttir Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31