Innlent

Göngukona slasaðist í Tálknafirði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Landsbjörg

Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út klukkan tvö í dag vegna göngukonu sem slasast hafði á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Staðurinn sem konan er á er úr alfaraleið og heldur torfær. Þrír hópar lögðu af stað á vettvang, en fyrsti hópurinn kom að konunni klukkan rúmlega þrjú og hlúði að henni.

Björgunarsveitarfólk vinnur nú að því að flytja konuna af vettvangi til móts við sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×