Sport

Dag­skráin í dag: Breiða­blik fer norður, Pepsi Max stúkan og risarnir á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir eru með níu stig eftir þrjá leiki og fara norður í dag.
Blikarnir eru með níu stig eftir þrjá leiki og fara norður í dag. VÍSIR/VILHELM

Það er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 Sports í dag en alls eru sjö beinar útsendingar í dag.

Dagurinn byrjar á leik Athletic Bilbao og Real Madrid klukkan 12.00 en Madrídingar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en síðar um daginn, einnig á Stöð 2 Sport 2, spilar Barcelona við Villareal á útivelli. Sá leikur hefst klukkan 20.00.

Íslenski boltinn heldur áfram að rúlla og topplið Breiðabliks fer norður yfir heiðar og mætir KA. Flautað verður til leiks klukkan 16.00 og um kvöldið verður svo Pepsi Max stúkan á sínum stað en hún hefst 20.00.

Inter og Bologna eigast einnig við í dag en Inter skoraði sex mörk í síðasta leik. Sá leikur hefst klukkan 15.15 á Stöð 2 Sport 2 en það er ekki eini ítalski leikur dagsins sem er í beinni því Napoli og Roma mætast einnig í stórleik klukkan 19.45.

Rocket Mortgage meistaramótið klárast svo á Stöð 2 Golf en alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×