Fjögur ár frá því EM-ævintýrinu lauk gegn Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2020 14:36 Aron Einar Gunnarsson þakkar íslenskum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir tapið fyrir Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016 EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti