Íslenski boltinn

2. deild karla: Ekkert fær stöðvað Kórdrengina

Ísak Hallmundarson skrifar
Albert Brynjar skoraði tvö mörk fyrir Kórdrengi í kvöld. 
Albert Brynjar skoraði tvö mörk fyrir Kórdrengi í kvöld.  mynd/kórdrengir

Kórdrengir stefna hraðbyr í átt að því að komast upp um þrjár deildir á þremur árum, en fátt virðist geta stöðvað sigurgöngu þeirra. Að þessu sinni var það Njarðvík sem var bráð Kórdrengja.

Lokatölur voru 3-0 fyrir Kórdrengjum, reynsluboltinn Albert Brynjar Ingason skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og Jordan Damachoua innsiglaði sigurinn undir lokin. Þriðji sigur Kórdrengja í þremur tilraunum og hafa allir sigrarnir verið með þremur mörkum gegn engu. Kórdrengir á toppnum með markatöluna 9:0 og fullt hús stiga.

Í hinum leik kvöldsins í 2. deild tók KF á móti Kára fyrir norðan. Lokatölur í þeim leik 3-2 fyrir KF og eru þetta fyrstu stig KF í sumar. Kári er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×