Myndarbragur meirihlutans í Garðabæ þegar framtíðarsýnina vantar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. júlí 2020 07:30 Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar