Þvættuðu milljónir í gegnum snyrtistofuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 22:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Vísir/vilhelm Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira