Íslenski boltinn

„Er enginn að kenna dómurum í dag hvernig eigi að dæma?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Valgeirsson sýnir Árna Thor Guðmundssyni, varnarmanni ÍA, rauða spjaldið í opnunarleik Íslandsmótsins 2007.
Jóhannes Valgeirsson sýnir Árna Thor Guðmundssyni, varnarmanni ÍA, rauða spjaldið í opnunarleik Íslandsmótsins 2007. vísir/vilhelm

Jóhannes Valgeirsson, fyrrum besti dómari Íslands, fór ekki fögrum orðum um dómgæsluna á Akranesi í gær er stórveldin ÍA og KR mættust í 3. umferð Pepsi Max-deild karla.

Jóhannes, sem var m.a. valinn besti dómarinn af leikmönnum deildarinnar árið 2009, segist hafa verið að horfa á leikinn og hreifst hann ekki af dómgæslu Einars Inga Jóhannsssonar.

„Er að horfa á leik á Skaganum. Laumast að mér spurning. Er enginn að kenna dómurum í dag hvernig eigi að dæma? Stuttbuxurnar smellpassa. Það er nokkur veginn allt!“ skrifaði Jóhannes á Twitter-síðu sína í gærkvöldi.

KR-ingar fengu ansi umdeilda vítaspyrnu í gær og hafði Einar Ingi í nægu að snúast en Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gagnrýndi dómgæsluna harðlega í samtali við Vísi eftir leikinn.

Jóhannes hætti að dæma árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×