Innlent

Guðni með yfirburðasigur

Samúel Karl Ólason skrifar
Eliza Reid, forsetafrú, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti.
Eliza Reid, forsetafrú, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. Guðni fékk 92,2 prósent atkvæða (150.913) gegn Guðmundi Franklín Jónssyni, sem fékk 7,8 prósent (12.797). Búið er að telja öll atkvæði í forsetakosningunum og liggur niðurstaðan nú fyrir að fullu.

Alls greiddi 168.821 atkvæði og samsvarar það 66,9 prósenta kjörsókn. Auðir og ógildir seðlar voru 5.111 eða þrjú prósent.

Guðni tók við embættinu árið 2016 og sagðist hann vera fullur „þakklæti, auðmýktar og tilhlökkunar“ þegar rætt var við hann í nótt. Hann sagðist líta á niðurstöðuna sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Guðmundur Franklín sagði tölurnar sömuleiðis líta vel út og að tíu prósent væru stórsigur fyrir hann. Það var um miðnætti í gær.

„Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×