Innlent

„Ekki hægt að segja af eða á hvort að þetta eða hitt sé gildur kjörseðill“

Atli Ísleifsson skrifar
Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og loka klukkan 22.
Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og loka klukkan 22. Vísir/Vilhelm

„Það er ekki hægt að segja af eða á hvort að þetta eða hitt sé gildur kjörseðill. Það þarf bara að meta hvern seðil fyrir sig.“

Þetta segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, en talsverð umræða hefur skapast meðal kjósenda á samfélagsmiðlum um hvort að atkvæði viðkomandi verði talið gilt.

Ekki voru neinir kassar fyrir fram nöfn frambjóðenda á gulum kjörseðlinum og hafa netverjar einhverjir verið að velta fyrir sér hvort að sú aðferð sem þeir beittu við að merkja við frambjóðenda muni reynast góð og gild.

Erla segir að það sé sjónarmið að lögin segi að vilji kjósandans eigi að ráða. „Það þarf ekki sjálfkrafa að valda ógildi seðilsins þó að krossinn sé ekki á réttum stað fyrir framan eða hvernig sem það er. Það þarf bara að meta hvern seðil fyrir sig.“

En hringur í kringum nafnið?

„Það þarf ekki að valda ógildi. En ef hringurinn er mjög stór og nær um allan seðil þá er seðillinn til dæmis ógildur. Það mega til dæmis ekki vera nein sérstök auðkenni á seðlinum, sem sett eru að ásettu ráði. Stundum hefur það verið viðloðandi að fólk setur auðkenni – hjarta eða einhverjar myndir. Það velur ógildi seðilsins.“

Og ljóð á seðlinum?

„Algerlega ógilt. Kológilt,“ segir Erla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×