Skoðun

Kjördagur

Stefán Páll Páluson skrifar

Í dag göngum við til atkvæða og styðjum okkar mann, og þá þurfum við að spyrja okkur .....

Erum við ánægð með ríkisstjórnina, alþingi, ráðherra?

Ef ekki að þá klárlega þurfum við nýjan mann á Bessastaði því það er öryggið okkar, málskotsrétturinn er okkar og sá sem við leitum til er forseti Íslands .

Kjarkmikill, ákveðinn, óhræddur og sanngjarn forseti er sá sem við þurfum.

Mannvinur, lífsreyndur, tryggur og samkvæmur sjálfum sér er sá forseti sem við þurfum.

Gengur ákveðin til verka og nýtir bein sem og óbein áhrif sín fyrir bættara samfélag fyrir börnin okkar að búa í er forseti sem við þurfum.

Við þurfum núna meira en nokkru sinni fyrr forseta sem er tilbúin að ganga gegn alþingi fyrir okkar hönd þegar stór deilumál rísa upp.

Í dag ætla ég að kjósa Guðmund Franklín sem minn forseta.

fram til sigurs

Hvet alla til að nýta atkvæðarétt sinn ...eigið yndislegan dag.

#Franklín2020 #minnforseti #kjördagur #absólútlí #öryrkjar




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×