Kæra framkvæmd leiks í 1.umferð Lengjudeildarinnar og vilja spila leikinn aftur Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júní 2020 09:27 Leiknismenn unnu 2.deildina á síðustu leiktíð. Austurfréttir Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði hafa lagt fram kæru og vilja að frumraun liðsins í Lengjudeildinni verði endurtekin þar sem þeir telja framkvæmd leiksins í 1.umferð deildarinnar gegn Fram ólöglega. Jesus Meneses, varnarmaður Leiknis F., fékk að líta rauða spjaldið þegar skammt var eftir af leiknum eftir samskipti sín við aðstoðardómara sem taldi Meneses hafa gefið sér fingurinn. Myndir af atvikinu sanna hins vegar að spænski varnarmaðurinn lyftir vísifingri í átt að aðstoðardómaranum. Magnús Ásgrímsson, formaður Fáskrúðsfirðinga, sagði frá því í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun að búið sé að leggja fram kæru til KSÍ þar sem framkvæmd leiksins er kærð. Í máli Magnúsar kemur fram að Leiknismenn hafi upphaflega sent KSÍ greinargerð í kjölfar rauða spjaldsins en erindi þeirra hafi ekki verið svarað. Ekki er hægt að áfrýja rauðum spjöldum í íslenskum fótbolta og fara Fáskrúðsfirðingar því þá leið að kæra framkvæmd leiksins. Leiknum lauk með 3-0 sigri Fram en þegar rauða spjaldið fór á loft á 71.mínútu leiksins var staðan orðin 3-0. Næsti leikur Leiknis F. er á morgun þar sem þeir eiga að fá Þórsara í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina. Þó verður að teljast ólíklegt að sá leikur fari fram í kjölfar frétta af kórónuveirusmiti í liði Stjörnunnar þar sem Stjarnan mætti Leikni F. í Mjólkurbikarnum síðastliðinn miðvikudag. Lengjudeildin Leiknir Fáskrúðsfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði hafa lagt fram kæru og vilja að frumraun liðsins í Lengjudeildinni verði endurtekin þar sem þeir telja framkvæmd leiksins í 1.umferð deildarinnar gegn Fram ólöglega. Jesus Meneses, varnarmaður Leiknis F., fékk að líta rauða spjaldið þegar skammt var eftir af leiknum eftir samskipti sín við aðstoðardómara sem taldi Meneses hafa gefið sér fingurinn. Myndir af atvikinu sanna hins vegar að spænski varnarmaðurinn lyftir vísifingri í átt að aðstoðardómaranum. Magnús Ásgrímsson, formaður Fáskrúðsfirðinga, sagði frá því í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun að búið sé að leggja fram kæru til KSÍ þar sem framkvæmd leiksins er kærð. Í máli Magnúsar kemur fram að Leiknismenn hafi upphaflega sent KSÍ greinargerð í kjölfar rauða spjaldsins en erindi þeirra hafi ekki verið svarað. Ekki er hægt að áfrýja rauðum spjöldum í íslenskum fótbolta og fara Fáskrúðsfirðingar því þá leið að kæra framkvæmd leiksins. Leiknum lauk með 3-0 sigri Fram en þegar rauða spjaldið fór á loft á 71.mínútu leiksins var staðan orðin 3-0. Næsti leikur Leiknis F. er á morgun þar sem þeir eiga að fá Þórsara í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina. Þó verður að teljast ólíklegt að sá leikur fari fram í kjölfar frétta af kórónuveirusmiti í liði Stjörnunnar þar sem Stjarnan mætti Leikni F. í Mjólkurbikarnum síðastliðinn miðvikudag.
Lengjudeildin Leiknir Fáskrúðsfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira