Á von á því að samningurinn verði samþykktur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 21:18 Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33
Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25