Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:00 Það stefnir í kapphlaup milli Breiðabliks og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Daníel Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00
Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15