Lífið

Sigrún og Baldur selja einbýlishúsið á 110 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eign í Kópavogi.
Einstaklega falleg eign í Kópavogi.

Flugmaðurinn Sigrún Bender og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi bpro hafa sett einbýlishús sitt við Elliðavatn á sölu. Mbl.is greinir fyrst frá.

Ásett verð er 110 milljónir en fasteignamat eignarinnar er tæplega 84 milljónir. Um er að ræða 223 fermetra einbýlishús við Fosshvarf við Elliðaárvatn með fjallasýn til Hengilsvæðis og Bláfjalla.

Húsið var byggt árið 2018 og eru þar fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Allar innréttingar eru teiknaðar af Thelmu Björk Friðriksdóttur innanhúsarkitekt.

Sérlega stór timburverönd með heitum potti er við húsið en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Rúmlega 220 fermetra einbýlishús í Kópavogi.fast­eigna­ljos­myndun.is
Skemmtileg og björt stofa. fast­eigna­ljos­myndun.is
Húsið var byggt árið 2018 og eldhúsið því nýtt og fallegt .fast­eigna­ljos­myndun.is
Borðstofan, stofan og eldhúsið er allt saman í einu stóru björtu rými.fast­eigna­ljos­myndun.is
Fallegt hjónaherbergi.fast­eigna­ljos­myndun.is
Smekklegt baðherbergi en í húsinu eru tvö baðherbergi.fast­eigna­ljos­myndun.is
Fyrir utan eignina er stór timburpallur með heitum potti. fast­eigna­ljos­myndun.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.