Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2020 12:19 Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent