Leik lokið: Stjarnan - Leiknir F. 3-0 | Stjarnan örugglega áfram í 16-liða úrslit

Andri Már Eggertsson skrifar
Stjarnan er komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Stjarnan er komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/HAG

Stjarnan vann sanngjarnan 3-0 sigur gegn Leikni F. í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, lokatölur 3-0.

Stjarnan voru talsvert sigurstranglegri fyrir leik. Leiknir voru þéttir og mjög skipulagðir í fyrri hálfleik. Stjarnan fékk þó talsvert af færum sem þeim tókst ekki að gera sér mat úr. Markmaður Leiknis Danny El Hage átti fanta leik og kýldi hann hverja fyrirgjöfina á fætur annari og sá til þess að sínir menn fóru með stöðuna 0-0 í hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik náði Stjarnan að brjóta þá með góðu marki þar sem Tristan Freyr Ingólfsson fékk að leika lausum hala á vinstri kanntinum hann gaf boltann fyrir þar var Emil Atlason mættur og skoraði hann loksins mark eftir að hafa verið búinn að fá mörg færi í leiknum. Markið virtist gefa Stjörnunni sjálfstraust þar sem þeir bættu við öðru marki tæplega mínútu síðar. Hilmar Árni tekur góða aukaspyrnu sem ratar á kollinn á Martin Rauschenberg sem skallar boltann í netið.

Síðasta mark leiksins var mjög gott samspil Stjörnunnar þar sem þeir fengu að láta boltann rúlla ansi mikið inn í teig Stjörnunnar sem endaði á að Kristófer Konráðsson klíndi boltanum í vínkilinn.

Af hverju vann Stjarnan?

Stjarnan hélt boltanum mjög vel innan liðsins þeir voru þolinmóðir í sínum aðgerðum þó færin voru ekki að detta hjá þeim strax. Eftir að þeir brutu ísinn héldu þeir áfram að sækja og spila boltanum á milli sín sem skilaði sér í fleiri mörkum og góðum 3-0 sigri.

Hverjir stóðu upp úr?

Kristófer Konráðsson spilaði mjög vel í dag. Var alsráðandi á hægri kanntinum í öllum leiknum sem skilaði sér í mörgum góðum fyrirgjöfum og einu glæsilegu marki.

Emil Atlason fékk talsvert af færum. Liðsfélagar hans fundu kollinn hans vel og átti hann marga skalla sem voru ekki tæpir á að fara inn. Honum var síðan létt þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir góðan dugnað þar sem hann renni tæklaði boltann í netið.

Markmaður Leiknis Danny El Hage hafði í nægu að snúast. Fyrstu 50 mínútur leiksins spilaði hann ljómandi vel og kýldi hann hverja fyrirgjöfina á fætur annari í burtu frá marki sínu.

Hvað gekk illa?

Sóknarleikur Leiknis var enginn í dag. Þeir sköpuðu sér lítið sem ekkert af færum í kvöld enda erfitt þegar lið verjast á 11 mönnum fyrir aftann boltann. Leikur Leiknis hrundi þegar fyrsta mark Stjörnunar kom og virtist sem trú þeirra á verkefninu væri enginn.

Hvað er framundan?

Mótið er farið að rúlla á fullu núna og mikið leikjaálag er á báðum liðum. Leiknir Fáskrúðsfjörður fær heimaleik í Fjarðabyggðahöllinni á móti Þór Akueryri í Lengjudeildinni á sunnudaginn næsta.

Stjarnan fá einning heimaleik við lið frá Akureyri þegar KA mætir á Samsungvöllinn.

Rúnar Páll: Vill bara að næsti leikur sé heimaleikur.

„Þetta var erfitt við fengum tæplega 18 mark tilraunir í fyrri hálfleik en boltinn vildi bara ekki inn í markið og þurftum við að vera þolinmóðir sem við töluðum um að gera halda áfram okkar leik og vera þolinmóðir síðan datt þetta inn hægt og bítandi. Það var mikill léttir að skora fyrsta markið og fylgdum við í kjölfarið með öðru marki. Hrós á Leikni þeir voru vel skipulagðir og vel drillaðir sem gerði okkur erfitt fyrir að brjóta þá,” sagði Rúnar Páll.

Stjarnan gerði nokkrar breytingar á liði sínu og gáfu nokkrum leikmönnum tækifæri sem höfðu lítið fengið að spila. Rúnar var þá sérstaklega ánægður með Kristófer Konráðsson ásamt fleiri leikmönnum en Kristófer greip tækifærið vel og gerði eitt mark.

Brynjar Skúlason: Mjög ánægður með liðið mitt

„Ég er mjög ánægður með liðið mitt í kvöld, strákarnir lögðu mikla vinnu í þetta og við reyndum að vera þéttir til baka en þeir fengu þó nokkur mjög góð færi sem þeir nýttu ekki í fyrri hálfleik. Danny El Hage var flottur í markinu í kvöld þetta er flottur karakter sem leggur sig alltaf 100% í verkefnin, þeir keyrðu þó nokkru sinum í hann,“ sagði Brynjar.

Brynjar var stoltur af liðinu sínu í kvöld og dregur hann þann lærdóm af leiknum að þeir spiluðu betur en í síðasta leik sem skiptir öllu máli í knattspyrnu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira