Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 23:06 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.v.) og eiginkona hans Ri Sol Ju (2. t.h.) ásamt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu (2. t.v.) og eiginkonu hans Kim Jung-sook (t.h). Getty/Pyeongyang Press Corps Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum samkvæmt fréttum ríkisútvarps landsins. Spenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist gríðarlega síðustu vikur og hefur það verið rakið til þess að hópar frá suðrinu hafa skipulega sent bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin. Norðrið hefur ítrekað hótað því undanfarið að senda hersveitir inn á hlutlaust svæði sem aðskilur ríkin tvö. Á fundi Miðlægrar hermálanefndar Norður-Kóreu sem stjórnað var af Kim Jong-un, einræðisherra landsins, var ákvörðun tekin um að hætta við hernaðaraðgerðir. Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, gaf hernum tilskipun fyrir rúmri viku sem hljóðaði svo að næstu tilskipun ættu þeir að fylgja eftir án tafar. Tilskipun hennar var gefin út vegna þess að yfirvöldum í Suður-Kóreu hafði mistekist að koma í veg fyrir áróðurssendingar aðgerðasinna frá suðrinu. Síðan árið 2018 hafa ríkin tvö reynt að halda uppi samtali og samvinnu en samskiptum þeirra hrakaði gríðarlega í síðustu viku. Á föstudag sprengdi Norður-Kórea upp samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum, sem opnuð var fyrir tveimur árum síðan til að tryggja samtal og samvinnu ríkjanna tveggja. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum samkvæmt fréttum ríkisútvarps landsins. Spenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist gríðarlega síðustu vikur og hefur það verið rakið til þess að hópar frá suðrinu hafa skipulega sent bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin. Norðrið hefur ítrekað hótað því undanfarið að senda hersveitir inn á hlutlaust svæði sem aðskilur ríkin tvö. Á fundi Miðlægrar hermálanefndar Norður-Kóreu sem stjórnað var af Kim Jong-un, einræðisherra landsins, var ákvörðun tekin um að hætta við hernaðaraðgerðir. Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, gaf hernum tilskipun fyrir rúmri viku sem hljóðaði svo að næstu tilskipun ættu þeir að fylgja eftir án tafar. Tilskipun hennar var gefin út vegna þess að yfirvöldum í Suður-Kóreu hafði mistekist að koma í veg fyrir áróðurssendingar aðgerðasinna frá suðrinu. Síðan árið 2018 hafa ríkin tvö reynt að halda uppi samtali og samvinnu en samskiptum þeirra hrakaði gríðarlega í síðustu viku. Á föstudag sprengdi Norður-Kórea upp samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum, sem opnuð var fyrir tveimur árum síðan til að tryggja samtal og samvinnu ríkjanna tveggja.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00
Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00