Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 17:42 Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og Brett Ðþ Giroir, aðstoðarheilbrigðis- og -félagsmálaráðherra hlýða á Stephen M. Hahn, yfirmann matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Fjórmenningarnir mættu fyrir þingnefnd í dag. EPA/KEVIN DIETSCH Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56
Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29