Sleppur við að reyta arfa í Hveragerði í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2020 20:26 Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn. Hveragerði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn.
Hveragerði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira