Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 11:48 Bókaútgefandi segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu. Já.is Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt. Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt.
Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira