Sport

SVFR með kast og veiðikennslu við Elliðavatn í dag

Karl Lúðvíksson skrifar
Það er að veiðast vel í Elliðavatni þessa dagana.
Það er að veiðast vel í Elliðavatni þessa dagana. Mynd: KL

Stangaveiðifélag Reykjavíkur ætlar að vera með flugukast og veiðikennslu við Elliðavatn í dag af tilefni Þjóðhátíðardagsins.

Það er Stangaveiðifélag Reykajvíkur, Veiðikortið, Veiðifélag Elliðavatns og Fræðslunefnd SVFR sem standa að þessum skemmtilega viðburði og eru allir velkomnir. Leiðsögumenn félagsins kenna réttu handtökin við flugukastið og gefa þeim sem vilja læra betur á silungsveiði í vatninu góð ráð. Veiðikortið býður öllum sem mæta frítt að veiða í vatninu og til að halda enn betur upp á daginn verða grillaður pylsur fyrir þáttakendur.  Mæting er við Elliðavatnsbæinn klukkan 13:00 í dag og stendur kastkennslan yfir til klukkan 15:00 og þá verður grillað. Við hvetjum alla til að mæta enda ekki oft sem færi gefst á ókeypis kastkennslu frá vönum leiðsögumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×