Trúir því ekki að flokkar reyni að koma í veg fyrir umræður um samgöngusáttmála Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Samgöngur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Samgöngur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira