699. mark Messi á ferlinum kom í sigri á Lega­nes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar markinu úr vítaspyrnunni.
Messi fagnar markinu úr vítaspyrnunni. vísir/getty

Lionel Messi heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Barcelona en hann skoraði síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Leganes er liðin mættust í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Gestirnir frá Leganes byrjuðu af miklum krafti og Clement Lenglet þurfti m.a. að bjarga á marklínu. Einnig áttu gestirnir skot í stöng.

Ansu Fati skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu með laglegu skoti og Börsungar virtust vera tvöfalda forystunni á 64. mínútu er Antoine Griezmann kom boltanum í netið. Það var þó dæmt af vegna rangstæðu.

Það kom fáum á óvart að Lionel Messi skoraði annað mark Börsunga en það kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur eftir magnaðan sprett.

Börsungar eru með fimm stiga forskot á Real Madrid, sem á þó leik til góða gegn Valencia á fimmtudag. Leganes er á botninum með 23 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira