Ákváðu að stofna fjölskyldukaffihús í Laugardalnum í miðju kórónuveirukófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:00 Kaffihúsið Dalur opnar formlega á morgun, þjóðhátíðardag Íslendinga. Dalur/Facebook Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur
Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira