Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 18:00 Kristinn fagnaði marki sínu í gær vel og innilega. Vísir/Daniel Thor Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00