Rasmus með höfuðverk í sólarhring eftir leikinn við KR: „Vissi alveg að það væru ekki tveir boltar“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 14:30 Rasmus Christiansen og Tobias Thomsen skullu illa saman í leiknum á laugardag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
„Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30
Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00