Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 00:00 Skimun á Keflavíkurflugvelli hefst í dag, samhliða tilslökun á samkomubanni. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag. Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag.
Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira