Fótbolti

Mjólkurbikarinn: Magni áfram eftir vítakeppni | Höttur/Huginn sigraði Austurlandslaginn

Ísak Hallmundarson skrifar
Magnamenn eru komnir áfram.
Magnamenn eru komnir áfram. mynd/heimasíða magna

Tveir leikir fóru fram í 2. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Magni frá Grenivík sigraði KF eftir vítakeppni og Höttur/Huginn bar sigurorð af Fjarðabyggð.

Filip Marcin Sakaluk kom Fjarðabyggð yfir gegn Hetti á 3. mínútu. Staðan var 1-0 fyrir Fjarðabyggð í hálfleik en Steinar Aron Magnússon jafnaði fyrir heimamenn úr víti á 52. mínútu. Það var síðan Eiríkur Þór Bjarkason sem tryggði Hetti/Huginn sigur á 83. mínútu. Höttur mun heimsækja Gróttu á Seltjarnarnesi í 32-liða úrslitunum.

Það var dramatík í leik KF og Magna. Markalaust var eftir fyrri háfleik en strax á 47. mínútu kom Alexander Ívan Bjarnason Magna yfir. Hrannar Snær Magnússon jafnaði fyrir KF á 81. mínútu og tryggði framlengingu.

Halldór Mar Einarsson kom KF yfir á 114. mínútu en undir blálokin fékk Magni vítaspyrnu sem Kristinn Þór Rósbergsson skoraði úr. Því var haldið í vítaspyrnukeppni sem lauk með 9-8 sigri Magna. Magnamenn mæta HK í 32-liða úrslitum mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×