Íslenski boltinn

Elín Metta skoraði áður en mótið átti að vera farið af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elín Metta kom Val á bragðið í gærkvöld.
Elín Metta kom Val á bragðið í gærkvöld. Vísir/Haraldur Guðjónsson

Elín Metta Jensen skoraði fyrsta mark Pepsi Max deildarinnar sumarið 2020 en markið kom áður en mótið átti að vera formlega farið af stað.

Eitthvað klikkaði tímaskynið hjá Gunnari Frey Róbertssyni, dómara en leikurinn hófst tveimur mínútum fyrr en áætlað var. Fór það síðan svo að Elín Metta skoraði eftir aðeins 85 sekúndur sem þýðir að Valur var komið yfir áður en leikurinn átti í raun og veru að vera hafinn.

Valur vann á endanum leikinn 3-0 og er ljóst að Íslandsmeistararnir eru til alls líklegar í sumar. Þá skoraði Elín Metta tvívegis en hún stefnir augljóslega á gullskóinn sem og Íslandsmeistaratitilinn í ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×